Stórglæsilegur Volvo 264 á Íslandi

Við segjum nú frá einum einstökum og glæsilegum Volvo 264 GL árgerð 1982. Bíllinn var nýlega boðinn til sölu á Fésbókarsíðu Volvoklúbbsins á litlar 500 þúsund krónur. Aksturinn aðeins 59.000 km í upphafi árs 2020. Bílinn ber númerið G-1378. Bílinn virðist í algjörum sérflokki, leður á sætum og sjálfskiptur. Bílinn var sunnudagsbíll hjá fyrstu eigendum bílsins og sparlega farið með hann eins og aksturstölurnar sína.

Fyrsti eigandi bílsins var Jóhann Jónasson, íbúi í Garðabæ. Hann keypti bílinn nýjan þegar hann var 70 ára, en hann var fæddur árið 1912. Jóhann átti bílinn fram á níræðisaldurinn, og var seldur nokkrum vikum áður en hann lést.

Nýr eigandi tók við bílnum 1. desember 2006, og var það hinn 71 árs gamli Sigurbjörn Hlöðver Ólafsson. Sigbjörn bjó í Kópavogi og í Reykjavík og átti bíllinn til ársins 2018, en hann lést í upphafi ársins og seldu synir hans bílinn til nýs eigenda ári síðar, en á árinu 2019 eignast Geir Sævarsson bílinn góða. Nýr eigandi bílsins er Rakel Salome Eydal.

Volvo 264 voru framleiddir frá árinu 1975-1982. Alls voru framleiddir 132.390 bílar.

Myndir: Geir Sævarsson.

Myndir: Geir Sævarsson.

 

Comments are closed.