Suðurlandsrúnturinn 2021

Um síðastliðna helgi var farin árleg ferð Volvoklúbbsins um suðurlandið. Eins og venjan er þá hittist hópurinn við gömlu Shell stöðina við Vesturlandsveg á laugardagsmorgni. Það var heldur fámennt í ár enda helgin undirlögð af útskriftarveislum og veðurguðirnir ekki hliðhollir okkur þetta árið.

Næsta stopp var N1 planið á Selfossi og þar biðu hópsins tveir stórglæsilegir 240 bílar sem líta út eins og þeir hafi komið af færibandinu í vor. Eftir létt spjall og myndatöku hélt hópurinn áfram leið sinni að Kaffi Eldstó á Hvolsvelli.

Eins og venjulega beið Þór á Eldstó eftir hópnum úti á hlaði og lóðsaði bíla í uppstillingarröð á planið fyrir utan hjá sér. Eftir meira spjall og yfirferð á gömlum og nýjum Volvo-um fékk hópurinn sér næringu yfir Volvo sögum og pælingum frá Þór og meðlimum hópsins.

Það hefur verið stjórninni til ánægjuauka að bílafloti félagsmanna sem mætir á viðburði hefur verið að yngjast í ár og í þessari ferð voru XC60 og XC90 bílar af nýjustu kynslóðinni með í för. Það er gaman að sjá gömlu og nýju kynslóðir gömlu bílanna hlið við hlið og bera saman. Við vonum að meðlimir haldi áfram í sumar að mæta vel á viðburði klúbbsins.

 

Suðurlandsferðin 2021

Suðurlandsferðin 2021

Suðurlandsferðin 2021

Comments are closed.