Laugardaginn 3.júní stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir einum af árlegu viðburðum sínum. Suðurlandsrúnturinn er rótgróinn viðburður sem hefur oftast verið mjög vel sóttur. Engin krafa er um að vera skráður meðlimur í þennan viðburð þannig að þeir sem eru ekki meðlimir gefst kostur á að mæta og hitta þennan skemmtilega hóp.
Upphafspunktur viðburðsins er við bensínstöð Orkunnar við Vesturlandsveg og er gott að mæta um 10:45 og við stefnum á brottför klukkan 11:00. Hópurinn reynir svo að halda röðina yfir Hellisheiðina og við stoppum fyrir aftan KFC/N1 þar sem ósjaldan hafa bæst nokkrir gullmolar í hópinn. Þaðan tökum við svo stefnuna að Kaffi Eldstó á Hvolsvelli þar sem Þór og Helga hafa tekið vel á móti okkur í öll þessi ár.
Á Kaffi Eldstó er um að gera að fá sér næringu hvort sem það er kökusneið, hamborgari eða eitthvað annað góðmeti. Undantekningarlaust hafa skapast skemmtilegar umræður yfir matnum enda er Þór endalaus uppspretta af skemmtilegum Volvo-sögum og oftar en ekki luma félagsmenn á einhverjum skemmtilegum sögum sem þeir segja frá.
Stjórn Volvoklúbbs Íslands hvetur alla Volvo áhugamenn til að mæta og eiga góðan dag saman.
Skráning hér á fésbókinni: https://fb.me/e/SdoyCyjE