Sumarrúntur og 50 ára hátíðarhöld í Svíþjóð

Á sama tíma sem við fögnum sumrinu á morgun með Volvo rúnti frá IKEA kl. 16 þá verða hátíðarhöld í Svíþjóð í tilefni 50 ára afmælis Torslanda bílaverksmiðjunnar í Gautaborg. Í mörg ár þá var þetta stærsti vinnustaðurinn í Svíþjóð með um 11000 starfsmenn, en eftir að róbótar komu til sögunnar og meiri sjálfvirkni þá eru í dag um 3000 starfsmenn. Verksmiðjan gengur nú undir mikla nútímavæðingu.

Árið 1964 vígði Gústav Adolf VI Svíakonungur verksmiðjuna í mikilli athöfn. Alla fréttina um Volvo Torslanda verksmiðjuna má lesa hér á ensku.

Leiðarlýsing af rúnti á sumardaginn fyrsta:

Áætlað er að keyra frá Ikea til Hafnarfjarðar, niður Lækjargötu að sjó, upp á Reykjavíkurveg alveg að Miklubraut, niður Miklubraut að gatnamótum við BSÍ/HR, beygjum til vinstri í átt að flugvellinum, framhjá Flugbjörgunarsveitinni, uppá Bústaðarveg og endum rúntinn við Perluna.

Comments are closed.