Áramótarúntur 2018

Við héldum okkar árlega áramótaakstur í dag eftir hádegið, og hittumst í Laugardalnum kl. 13:00. Það var fremur fámennt á þessum skemmtilega viðburði í ár, en það komu alls sex bílar. Við áttum gott spjall áður en við lögðum af stað í aksturinn sjálfan, en núna fórum við um Vogahverfið að Mörkinni og upp í Smáíbúðahverfið við Sogaveginn. Enduðum hringinn Lesa meira →

Myndir frá Áramótarúnti

Eins og síðustu árin þá bauð Volvoklúbburinn til hópaksturs á gamlársdag. Veðrið var mjög gott þrátt fyrir nokkuð frost og mættu 9 bílar í þetta sinn. Við vorum á nýjum stað og hittumst Skautasvellið í Laugardal, en þaðan er gott að aka með fjölda bíla í röð. Mjög vel tókst að halda hópinn og fara yfir þau þrjú ljós sem Lesa meira →

Áramótarúntur 2017

Volvoklúbburinn stendur fyrir árlegum Áramótarúnti á gamlársdag, sunnudaginn 31. desember. Í ár hefst aksturinn frá Skautahöllinni í Laugardal, við Múlaveg 1.  Mæting er kl. 13:00 og áætlað að hefja akstur kl. 13:20. Við ætlum að enda aksturinn á bílastæði Veitna, Klettagörðum 14, það er á hægri hönd. Kaffi og með því verður svo í boði klúbbsins á næstu Olís stöð Lesa meira →

Áramótahittingur 2016

Að venju stóð Volvoklúbburinn fyrir áramótahitting á gamlársdag. Það voru níu félagar sem hittust við Perluna og stoppuðu þar í góða stund og kíktu í húddin og ræddu um helstu volvo málin. Veðrið var með betra móti þótt færðin hafi kannski ekki verið sú skemmtilegasta. Bílarnir keyrðu svo um miðbæinn og stoppuðu meðal annars við Hörpuna. Gleðilegt ár !

Áramótarúntur og afmælisbílar

Árlegi áramótarúntur Volvoklúbbs Íslands verður að þessu sinni frá Perluplaninu á Gamlársdag kl. 12:45. Tilvalið að hittast aðeins fyrr og heilsa upp á fólk og spjalla. Leiðin sem farið verður er svokölluð formannsleið, en Ragnar okkar valdi leiðina fyrir okkur í ár. Munið að fylgja fyrsta bíl og hafa hæfilegt bil á milli bíla. Stefnt er að því að bjóða Lesa meira →

Fjölmennum á áramótarúntinn

Það hefur verið hefð hjá eigendum Volvobíla síðastliðin ár að vera með áramótarúnt, þar sem menn hittast og skoða bílana og spjalla. Á síðasta áramótarúnti voru um 17 bílar sem telst vera góð mæting þrátt fyrir kalt veður sem var þann daginn. Það kom skemmtilega á óvart að Saab eigendur voru með rúnt á sama tíma á sama staða og Lesa meira →

Góð mæting á áramótarúntinn

Við þökkum öllum þeim sem mættu á áramótarúntinn kærlega fyrir þátttökuna. Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttir Volvobílar mættu og kynnast öðrum félagsmönnum. Við teljum að það hafi verið 16 bílar sem mættu í dag, sem er líklega það fjölmennasta síðastliðin ár. Það kom skemmtilega á óvart að Saab-klúbburinn var einnig á sama stað með hitting. Ljósmyndir frá: Haraldur Lesa meira →