Góð mæting á frábæran viðburð í Brimborg

Volvoklúbbur Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði í dag, þegar forstjóri Brimborgar flutti áhugaverðan fyrirlestur fyrir félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbsins afhenti síðan félagsmönnum nýtt afmælisrit sem er nýkomið úr prentun. Glæsilegar veitingar voru í boði Brimborgar. Þetta var fyrsti vorviðburður félagsins eftir aðalfundinn. Við afhentum tæplega 40 blöð og fékk forstjóri Brimborgar fyrsta einktakið. Í næstu viku förum við með tímaritið í Lesa meira →

Brimborg stígur enn eitt skrefið í rafvæðingu þungaflutninga á Íslandi

Þessi mynd fer líklega í sögubækurnar en hún er tekin við Hof á Akureyri mánudaginn 10. apríl síðastliðinn af 12,7 tonna Volvo rafmagnsdráttarbíl eftir fyrstu ferð Íslandssögunnar Norður og sama dag aftur til baka til höfuðborgarinnar. Aldrei fyrr hefur svona þungum flutningabíl verið ekið á hreinu íslensku rafmagni þessa leið og reyndar hvergi á Íslandi fyrr en nú. Um var Lesa meira →

Fyrstu Volvo rafmagnstrukkarnir komnir til landsins

Stór skref eru núna hjá Brimborg í orkuskiptum og tímamót í þungaflutningum á Íslandi. Brimborg hefur nú fengið fyrstu rafmagnstrukkana til landsins en það eru 16 tonna Volvo FL Electric sem er í standsetningu hjá atvinnutækjasviði Brimborgar við Hádegismóa. Bílarnir fá í framhaldinu ábyggingu og ásetningu vörukassa. Ellefu fyrirtæki í átta atvinnugreinum bíða bílanna á Íslandi. Áhugavert að sjá þessa Lesa meira →

Volvo Concept Coupe verður að Polestar 1

Allir Volvo bílar sem hafa verið framleiddir eiga uppruna sinn í hugmyndabílum. Árið 2013 var kynnt til sögunnar Volvo Concept Coupe, fyrsti af þremur hugmyndabílum af nýju kynslóðinni hjá Volvo. Hinir tveir eru Concept Estate og Concept XC. Yfirhönnuður hjá Volvo á þeim tíma hinn þýski Thomas Ingenlath (byrjaði hjá Volvo árið 2012) teiknaði Concept Coupe. Hann sagði að hugmyndabíllinn Lesa meira →

Nýr volvo sýningarsalur hjá Brimborg

Brimborg hefur opnað nýjan og glæsilegan volvo sýningarsal við Bíldshöfða 6.  Framkvæmdir hófust 15. desember og lauk 25. apríl síðastliðinn. Salurinn er hannaður með arkítektum Apparats samkvæmt ströngustu kröfum Volvo. Gengið er inn um nýjan inngang sem er viðarklæddur og færir hlýleika inn í glæsilegt sýningarrýmið. Í salnum er einstaklega fallegt rými þar sem viðskiptavinir Volvo geta haft það notalegt á Lesa meira →

Brimborg frumsýnir Volvo V60 tengil-tvinn AWD

Brimborg frumsýnir rafmagnaðan og fjórhjóladrifinn Volvo V60 tengil-tvinn AWD á laugardaginn 13. janúar, milli kl. 12 og 16. Volvo V60 tengil-tvinn AWD er gríðarlega öflugur 290 hestafla bíll á einstöku verði. Hann dregur 900 km í Hybrid ham og allt að 50 km á hreinu rafmagni og eyðir að jafnaði miðað við Evrópustaðal aðeins 1,8 lítrum af dísil/100 km. Búnaður er einstaklega ríkulegur og verðið frábært.  

XC60 frumsýndur í Reykjavík og á Akureyri um helgina

Brimborg frumsýnir nýjan Volvo XC60, í Reykjavík og á Akureyri í dag, laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október frá 12:00 – 16:00 báða dagana. Nýjungar í þægindum og öryggistækni Nýr XC60 er einn öruggasti bíll sem framleiddur hefur verið og er auk þess ríkulega búinn nýrri tækni. Stýrisaðstoð hefur verið bætt við City Safety-öryggiskerfið. Nýtt öryggiskerfi notar stýrisaðstoðina til Lesa meira →

Nýr Volvo XC60 verður frumsýndur á Íslandi í október

Volvo Cars kynnti í dag XC60-lúxusjeppann á bílasýningunni í Genf – bíl sem margir hafa beðið eftir. Nýi bíllinn kemur í stað hins geysivinsæla XC60, sem náði þeim áfanga að verða mest seldi miðlungsstóri lúxusjeppinn í Evrópu frá því að hann kom á markað fyrir níu árum og seldist í tæplega milljón eintökum. Í dag stendur XC60 undir um 30 Lesa meira →

Brimborg styrkir björgunarsveitir með flugeldakaupum

Brimborg hefur í gegnum árin átt farsælt samstarf við björgunarsveitir og til að mynda hefur Brimborg árlega styrkt Hálendisvakt þeirra fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn. Vegna góðs gengis á árinu hefur Brimborg ákveðið að styrkja björgunarsveitir Hjálparsveitar skáta í Reykjavík um 5.000.000 króna með flugeldakaupum. Skátar hafa selt flugelda til fjáröflunar frá árinu 1967 og sjá meðal annars um skipulag Lesa meira →

Fyrsti Volvo S90 Inscription AWD afhentur á Íslandi

Brimborg afhenti fyrsta Volvo S90 Inscription bíllinn í liðinni viku. Bíllinn er hlaðinn búnaði og má þar nefna fjórhjóladrif, öfluga 235hö dísil vél, loftpúðafjöðrun, Nappa leðuráklæði, Volvo High Performance hljómtæki, veglínuskynjara, árekstrarvara að framan, vegskiltalesara, borgaröryggi, bílastæðaaðstoð, bakkmyndavél og svo mætti lengi telja. Það var fyrirtækið Servio sem fékk bílinn afhentan en Servio er dótturfyrirtæki Securitas og sér m.a. um Lesa meira →

Tvöföld frumsýning hjá Volvo um helgina

Volvo á Íslandi kynnir tvo nýja Volvo bíla um helgina. Um er að ræða Volvo S90 og Volvo V90. Frumsýningin stendur yfir bæði laugardag og sunnudag frá klukkan 12-16 í sýningarsal Volvo hjá Brimborg að Bíldshöfða 6. Volvo S90 og Volvo V90 eru sannkallaðir lúxusbílar sem tilheyra flokki stórra fólksbíla. Þeir endurspegla skandinavíska hönnun, bæði að innan og utan. Hvert Lesa meira →

Brimborg innkallar 176 XC90 bíla

Neytendastofa hefur fengið tilkynningu frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 176 Volvo bifreiðum af gerðinni XC90, framleiðsluár 2016 – 2017. Ástæðan er sú að hugsanlegur samsetningargalli á affalsröri fyrir loftkælikerfi (AC) getur leitt til leka inn í bíl. Ef lekur inn í bíl er hætta á rafmagnsbilunum. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Brimborg ehf vegna þessarar innköllunar.

Brimborg frumsýnir V40 Cross Country

Brimborg frumsýnir Volvo V40 Cross Country á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Volvo að Bíldshöfða 6. Volvo V40 Cross Country er aflmikill, stórglæsilegur og veghæðin er mikil. Útlitið er nú orðið enn einbeittara með nýju grilli, nýjum Þórshamar LED framljósum og 17“ Keid álfelgum. Volvo V40 Cross Country kostar frá 4.590.000 kr. Á staðnum verða einnig Volvo Lesa meira →

Volvo stærsta lúxusbílamerkið

Mikil sigling hefur verið í sölu Volvo bíla undanfarið. Það sem af er ári er Volvo stærsta lúxusbílamerkið með 221 bíl seldan. Hlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði fyrir fólksbíla og jeppa er 25% af almenna markaði (án bílaleigubíla). Volvo var jafnframt stærsta lúxusmerkið í ágúst. „Við erum gríðarlega ánægð með stöðu Volvo á lúxusbílamarkaði en vöxtur Volvo á markaðnum er hvorki Lesa meira →

Volvo S60 Polestar og S90 komnir til Brimborgar

Það eru tveir tímamótabílar til sýnis í Brimborg þessa dagana. S60 Polestar útgáfan og hinn glæsilegi S90. Þetta eru einstakir bílar sem félagsmenn ættu að kíkja á í sýningarsal Brimborgar. Volvo S60 Polestar er með 2,0 lítra 367 hestafla bensínvél með túrbínu og supercharger. Togkrafturinn er 470 Nm. Sjálfskiptingin er 8 gíra. Hann býr yfir Borg Warner fjórhjóladrifi.  Hröðun 0-100m Lesa meira →

Brimborg frumsýnir Volvo XC90 T8

Brimborg frumsýnir Volvo XC90 T8 á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Volvo að Bíldshöfða 6. Volvo XC90 T8 býður upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður. Aflið í T8 tvinnvélinni er geysimikið eða 407 hestöfl og fæst með rafmótor og bensínvél. Hröðunin er 5,6 sekúndur frá 0-100 km/klst og Lesa meira →

Volvo atvinnutækjasýning á laugardaginn

Á laugardaginn milli kl. 12-16 verður haldin stórsýning Volvo atvinnutækja á atvinnutækjaverkstæði Brimborgar Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík. Á sýningunni verða Volvo vörubílar, Volvo rútur, Volvo vinnuvélar og Volvo Penta bátavélar. Það eru spennandi tímar framundan hjá Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar með fjölbreyttara vöruúrvali og nýjum heimkynnum í Hádegismóum. Einstaklega glæsileg Volvo 9900 hópferðabifreið Meðal þeirra tækja sem verða á sýningunni er Lesa meira →

Brimborg innkallar 65 nýja bíla

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að bifreið getur dáið í akstri eða ekki farið gang vegna eldsneytisskorts þó svo að aksturstölva segi að um 100 km séu í að tankur tæmist og eldsneytismælir sýnir að þrjú Lesa meira →

Volvo XC90 R-design frumsýning

Volvo XC90 hefur fengið einstakar móttökur um heim allan. Honum var ætlað að marka nýtt upphaf fyrir Volvo og það hefur hann svo sannarlega gert. Nú er komið að því að kynna þennan stórglæsilega 7 manna lúxusjeppa í R-Design sportútfærslu. Komdu í Brimborg laugardaginn 28. nóvember milli kl. 12 og 16 og reynsluaktu bíl ársins 2016.

50 XC90 seldir á Íslandi

Lúxusjeppinn Volvo XC90 sem Brimborg frumsýndi í byrjun júní hefur selst gríðarlega vel en um 50 bílar hafa nú þegar verið seldir. Í heild hefur Brimborg pantað 78 nýja XC90 en heildarverðmæti bílanna er um það bil 1,2 milljarðar.  Sparneytin D5 dísil vél Volvo XC90 er meðal annars í boði með sérstaklega skemmtilegri og aflmikilli D5 dísilvél. Hún skilar 225 Lesa meira →

Brimborg frumsýnir nýjan V40 um helgina

Nýr Volvo V40 Cross Country verður frumsýndur í Brimborg laugardaginn 18. október milli kl. 12 og 16. Volvo V40, sem kom fyrst á markað árið 2012, er bæði nútímalegur og svipmikill. Hann er útbúinn lúxusbúnaði sem er klæðskerasniðinn að skandinavískum áherslum. Lúxusinn er stílhreinn, fágaður og hagnýtur. Volvo V40 Cross Country er áhugaverð og einstaklega vel heppnuð útfærsla af þessum Lesa meira →

Fréttatilkynning frá Brimborg vegna XC90

Margra mánaða bið bílaáhugamanna lauk í dag þegar Volvo afhjúpaði nýjan Volvo XC90. Mikil eftirvænting hefur verið eftir bílnum enda markar hann stór tímamót hjá Volvo. Volvo hefur á undanförnum mánuðum gefið út ýmsar upplýsingar um bílinn. Hann er til að mynda með fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinn á markaðnum og býður upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur Lesa meira →

XC90 fáanlegur með 400 hestafla vél

Fréttatilkynning frá Brimborg: Nýi Volvo XC90 í hnotskurn: Fjórhjóladrifinn, sjö sæta og ótrúlega lítil CO2 losun, aðeins 60 g/km  Allt að 400 hestöfl og 640 Nm tog  Volvo kynnir nýja tvinn-vélatækni (Twin Engine Technology) Nýi Volvo XC90, sem verður frumsýndur seinna á þessu ári, mun bjóða upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði Lesa meira →

Lögreglan kaupir sérútbúna Volvo lögreglubíla af Brimborg

Fréttatilkynning frá Brimborg: Ríkiskaup, fyrir hönd ríkislögreglustjóra, hefur gert samning við Brimborg um kaup á sex Volvo V70 D4 Drive-E lögreglubílum í kjölfar útboðs. Volvo lögreglubílarnir uppfylltu allar gæðakröfur útboðs Ríkiskaupa. Allir bílarnir verða sérútbúnir lögreglubílar frá verksmiðju Volvo í Gautaborg í Svíþjóð. Bílarnir verða í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunni á Suðurnesjum. Volvo lögreglubílarnir eru sérútbúnir að Lesa meira →