Góð mæting í fjölskyldugrillið

Volvoklúbburinn bauð félagsmönnum í grillveislu í kvöld í Guðmundarlundi í Kópavogi. Eins og síðustu árin þá var mætingin góð og veður gott. Það voru um 20 sem mættu í grillið, þar af um 9 börn. Boðið var uppá pylsur, drykki og meðlæti. Þakkir til þeirra sem komu, en þetta var þriðja árið sem við bjóðum upp á svona viðburð.

Grill í Guðmundarlundi – miðvikudaginn 8. ágúst

Volvoklúbburinn býður félagsmönnum í Grillveislu, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 18:00 í Guðmundarlundi í Kópavogi. Fyrirvarinn er frekar stuttur núna, en erfitt hefur verið að skipuleggja svona viðburð í ár vegna veðurs nema með skömmum fyrirvara. Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn. Skráning á viðburðinn er á Facebook, https://www.facebook.com/events/290511481711518/