Reykjanes safnarúntur laugardaginn 15. maí

Laugardaginn 15. maí næstkomandi ætlar Volvoklúbbur Íslands að standa fyrir hópferð og skoða söfn á Reykjanesinu og vonumst við til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta. Stefnan er að hittast kl. 10:45 við bílastæði Icelandair í Hafnarfirði, Flugvellir 1, frá Ásbraut, og keyra þaðan í hópakstri á Slökkviliðsminjasafn Íslands, Njarðarbraut 3, Keflavík. Eftir að búið er að Lesa meira →

Áramótaakstur á gamlársdag

Áramótaakstur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. desember og hefst kl. 13:00 við bílastæðið við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal, Múlaveg 1, líkt og síðustu árin. Að þessu sinni verður ekið stóran hring um Grafarvog og stoppað á bílastæði Borgarholtsskóla við Mosaveg. Klárum hringinn í Grafarvogi og endum á bílastæði Menntaskólans við Sund, við Gnoðarvog. Sem fyrr eru allir Volvo Lesa meira →

Áramótaakstur 2019

Að vanda hittast volvo áhugamenn og konur á gamlársdag. Volvoklúbburinn stendur fyrir viðburði 31. desember, kl. 13:00 við Skautasvellið í Laugardal. Ekið verður af stað 13:20. Akstursleið: Ekið verður Engjaveginn að Glæsibæ og út Gnoðarvoginn að MS. Ekið upp að Miklubraut, að Bíldshöfða og ekið fram hjá Brimborg að Höfðabakka. Ekið upp að Bæjarhálsi, beygt inn Hraubæ og ekið út Lesa meira →

Hópakstur um Suðurland

Nú er komið að árlegri ferð um Suðurlandið með Volvoklúbbi Íslands. Ferðin hefur verið farin undanfarin ár og endar á Hvolsvelli. Ferðadagurinn er laugardagurinn 1. júní næstkomandi. Tilvalið að taka fjölskylduna með í þennan akstur eða sameinast í bíla. Þrír félagar úr stjórn klúbbsins munu mæta í ferðina. Brottför frá Shell við Vesturlandsveg stundvíslega klukkan 11:00. Brottför frá N1 Selfossi Lesa meira →

Fleiri myndir frá Borgarnesferðinni

Um sl. helgi var fyrsti viðburður sumarsins hjá okkur. Mætingin var góð og hjálpaði eflaust að sólin skein og var gott veður til aksturs þrátt fyrir smá kulda og blástur. Við höfum heyrt frá nokkrum sem fóru í ferðina, og var almenn ánægja með þennan viðburð, sem hefur fest sig í sessi hjá okkur síðustu árin. Við fengum myndir frá Lesa meira →

Hópakstur í Borgarnes

Það er komið að fyrsta viðburði sumarsins hjá klúbbinum. Okkar árlega ferð á Bifhjóla og fornbílasýningu í Borgarnesi  verður farin laugardaginn 11. maí 2019. Við munum hittast á Bílastæði  Bauhaus kl. 11:50 og hefja akstur kl. 12:10. Öllum Volvo bílum óháð aldri er frjálst að mæta. Núna er auðvitað frítt í göngin og einnig frítt inn á sýninguna. Volvo fornbílum Lesa meira →

Minnum á hópaksturinn með Fornbílaklúbbinum

Nú er stutt í næsta viðburð sumarsins, en það er hópakstur með Fornbílaklúbbinum, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 19:30 á bílastæðið við Skautasvellið í Laugardal. Það stefnir í góða mætingu, eins og hefur alltaf verið í þessum skemmtilega viðburði síðustu árin. Þetta er klárlega orðið árviss viðburður og einn sá stærsti á vegum klúbbsins varðandi fjölda bíla sem mæta. Minnum á Lesa meira →

Hópakstur með Fornbílaklúbbinum

Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands standa fyrir viðburði, miðvikudaginn 22. ágúst. Klúbbarnir hafa verið með sameiginlegan hópakstur síðustu árin sem hefur lukkast vel og mæting verið góð. Þessi viðburður verður með svipuðu sniði og þegar keyrt var um Grafarvog í fyrra, í frjálsum akstri, en ekki ákveðinni leið. Allir volvo bílar eru velkomnir, ekki er nauðsynlegt að vera á volvo Lesa meira →

Hópakstur í Borgarnes

Hin árlega ferð til Borgarfjarðar á Mótorhjóla og fornbílasýningu Rafta Bifhjólafélags Borgarfjarðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar verður farin laugardaginn 12. maí. Hisst verður kl. 11:30 á bílastæðinu við BAUHAUS, Lambhagavegur 2-4. Áætluð brottför til Borgarfjarðar verður um kl. 12:00. Hittumst tímanlega og tökum myndir og spjall. Þeir sem hafa farið áður í þessa ferð eru beiðnir um að vera með fremstu Lesa meira →

Áramótarúntur 2017

Volvoklúbburinn stendur fyrir árlegum Áramótarúnti á gamlársdag, sunnudaginn 31. desember. Í ár hefst aksturinn frá Skautahöllinni í Laugardal, við Múlaveg 1.  Mæting er kl. 13:00 og áætlað að hefja akstur kl. 13:20. Við ætlum að enda aksturinn á bílastæði Veitna, Klettagörðum 14, það er á hægri hönd. Kaffi og með því verður svo í boði klúbbsins á næstu Olís stöð Lesa meira →