Mánudagsmyndin 2. maí

Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 740. Bíllinn er árgerð 1984 og er með B23E vél með 405 heddi og M47 gírkassa. Hann er beinskiptur með  fjóra gíra og overdrive. Bíllinn er  keyrður rúmlega 225.000. þús. km. Bíllinn er fluttur inn frá Þýskalandi árið 1987 og hefur verið á Norðurlandi og Austurlandi, en undanfarið ár verið í Reykjavík.

Mánudagsmyndin 25. apríl

Mánudagsmyndin að þessu sinni er af bíl formanns Volvoklúbbs Íslands. Þetta er Volvo S80, 2.0T árgerð 2006 og ekinn tæplega 230 þús km. Það var árið 2005 sem Ragnar féll fyrir hvítum Volvo S80 árgerð 1999 sem var til sölu hjá Brimborg og varð hann að eignast þennan bíl. Fyrri eigandi Júlíus Ólafsson hafði sett hann upp í nýjan S80 Lesa meira →

Mánudagsmyndin 4. maí

Volvo 262C árgerð 1981, var sérstaklega gerður fyrir Pehr G Gyllenhammar fyrrum framkvæmdastjóra Volvo. Hann vildi fá sína Volvo bíla í rauðum lit, og fékk sínu framgengt þótt það hafi ekki verið upprunalegur litur hjá Volvo. Einnig er rautt leður í sætunum í þessum bíl sem er nú í eigu Volvo safnsins.

Mánudagsmyndin

Þessi Volvo 240 Turbo keppti í Sænska rallýinu árið 1986, ökuþórar voru Susanne Kottulinsky og Christina Thörner. Myndina tók Lars Svensson. –  Mánudagsmyndin er nýr liður hérna á síðunni, hægt er að senda okkur inn myndir með upplýsingatexta og ljósmyndara til að fá birt efni. Sendið okkur póst á postur(hja) volvoklubbur.is –  merkt Mánudagsmyndin.