Volvo 240 í lykilhlutverki við Höfða árið 1986
Volvo 240 var í lykilhlutverki í októbermánuði árið 1986 við Höfða. Þá fór fram hinn frægi leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs. Myndirnar tók Hringur Baldvinsson og hefur hann gefið okkur leyfi til að birta þær hér á síðunni. Bílarnir bera númerin R-2004 og R-2005. R-2005 er fyrst skráður 24.06.1985. Ekki finnast upplýsingar um R-2004.