Skúrinn – Volvo 244 í turbóvæðingu

Í ónefndum skúr í Kópavoginum er einn Volvo 244 í metnaðarfullum breytingum hjá nokkrum volvo sérfræðingum. Bíllinn er ekki mikið fyrir augað, en vélarrýmið er stórkostlegt. Bíllinn er ljós brúnn árgerð 1983 og var allur orginal áður en þessar breytingar hófust. Þessir ungu menn ætla sér að koma bílnum í drift eða út á spyrnubraut. Vélin er orginal en er Lesa meira →

Áhugaverður Volvo 244 til uppgerðar

Einn virkur félagsmaður hjá okkur benti okkur á áhugaverðan Volvo 244 GL árgerð 1980 sem væri auglýstur í Bændablaðinu nýlega. Bílinn er staddur í grennd við Blönduós, nærri Svínavatni og er það bóndinn á Geithömrum, Þorsteinn Þorsteinsson sem auglýsir bílinn. Af myndum sem voru teknar fyrir okkur virðist bíllinn vera heill og tilvalin til uppgerðar. Hann er beinskiptur og ekinn Lesa meira →

Volvo 240 er 40 ára

Þann 21. ágúst 1974 var Volvo 240 kynntur til fjölmiðla í fyrsta sinn. Volvo 240 serían átti eftir að verða einn besti bíll frá framleiðandanum og var framleiddur í 2,8 milljónum eintaka í 19 ára framleiðslusögu. Árið 1974 var stórt ár fyrir Svíþjóð, um vorið vann ABBA Eurovision keppnina með laginu Waterloo, hinn 18 ára gamli Björn Borg var í Lesa meira →

Volvo 240 hjá Lögreglunni

Volvo 244, 240 og 245 áttu sér þónokkra sögu hjá Lögreglunni um allt land og voru góðir þjónar í mörg ár. Ýmsar góðar myndir eru til af þessum bílum sem eru frá heimasíðu Lögreglunnar og úr einkasöfnum lögreglumanna. Árið 1984 varð Volvo 244 fyrsta lögreglufólksbifreiðin hjá Lögreglunni á Akureyri, bílinn bar númerið A3536.