Volvo 740 GL 1991 beinskiptur

Andri Hlífarsson auglýsti þennan fallega Volvo 740 til sölu í byrjun ágúst. Bíllinn er árgerð 1991, kom á götuna 21.12.1990 og hefur væntanlega farið í einhvern jólapakkan það árið. Bíllinn er beinskiptur, en ekki margir þannig eru enn hér á landi af 740 bílunum. Aksturinn 190.000 km. Smá yfirborðsryð samkvæmt seljenda og smurbók frá upphafi. Snyrtilegur bíll með ljósri innréttingu. Lesa meira →

Volvo 760 GLE 40 ára

Volvo 760 var fyrst kynntur árið 1982 og er því 40 ára í ár. Fyrstu eintökin komu til Íslands haustið 1982 og þótti ríkulega búinn lúxus bíll á þessum árum. Verð bílsins á Íslandi hjá Velti HF var 479.000 kr. Volvo 760 GLE var framleiddur frá 1982-1990 og voru framleidd 183.864 eintök. Volvo 740 útgáfan kom svo tveimur árum síðar, Lesa meira →

Mánudagsmyndin 2. maí

Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 740. Bíllinn er árgerð 1984 og er með B23E vél með 405 heddi og M47 gírkassa. Hann er beinskiptur með  fjóra gíra og overdrive. Bíllinn er  keyrður rúmlega 225.000. þús. km. Bíllinn er fluttur inn frá Þýskalandi árið 1987 og hefur verið á Norðurlandi og Austurlandi, en undanfarið ár verið í Reykjavík.

Keypti Volvo 740 nýjan árið 1990 og á enn

Benedikt Gunnar Sigurðsson er fyrrverandi yfirvélstjóri, fæddur árið 1945. Hann er félagsmaður í Volvoklúbbi Íslands.  Hann hefur átt fjóra volvo bíla í gegnum tíðina sem hafa enst honum vel. Meðal bíla sem hann á er einn glæsilegur Volvo 740 GL árgerð 1990 sem ber númerið XG842. Hann er ekinn yfir 400.000 km og keypti Benedikt hann nýjan frá Brimborg. Hann Lesa meira →