Magnaður Amazon til sölu

Við í Volvoklúbbinum reynum að fylgjast vel með hvað er að gerast á sölumarkaðinum á Íslandi, og nýverið rakst vefstjóri á auglýsingu á Fésbókinni þar sem glæsilegur Amazon var auglýstur. Um er að ræða Volvo Amazon 1966 sem er sagður allur uppgerður. Bíllinn er með B20 vél og sjálfskiptur. Bíllinn er sagður í toppstandi og ásett verið er 2,3 milljónir. Lesa meira →