Volvo setur Skype í bílana sína
Volvo hefur tilkynnt að hugbúnaðurinn Skype for Business frá Microsoft verði settur í nýju 90 seríuna af Volvo. Volvo verður fyrsti bíllinn í heiminum með slíkan búnað. Með Skype er auðvelt að hringja inn á fundi, eða aðra tengiliði, og ekki þarf að slá inn símanúmer til að hringja.