Volvo 240 hjá Lögreglunni

Volvo 244, 240 og 245 áttu sér þónokkra sögu hjá Lögreglunni um allt land og voru góðir þjónar í mörg ár. Ýmsar góðar myndir eru til af þessum bílum sem eru frá heimasíðu Lögreglunnar og úr einkasöfnum lögreglumanna. Árið 1984 varð Volvo 244 fyrsta lögreglufólksbifreiðin hjá Lögreglunni á Akureyri, bílinn bar númerið A3536.