Þessi mynd er tekin í Stokkhólmi árið 1964. Bíllinn er Volvo P1800 og er á rauðum númeraplötum en það voru tímabundnar skráningarplötur á þessum tíma fyrir nýja bíla.
Við höfum áður fjallað hér um Jay Leno´s Garage þættina, en það eru stuttir þættir sem gefnir eru út fyrir netið. Nýjasti þátturinn er um Volvo P1800 frá 1967 sem nefndur var Dýrlingurinn eftir þáttunum með Roger Moore – The Saint. Smellið hér til að horfa á þáttinn. Nánar um P1800 bíla má lesa hér á síðunni.