Flottasti útfararbíll landsins er Volvo V90

Útfararstofa Kirkjugarðanna pantaði fyrir tæpu ári síðan sérhannaðan Volvo V90 fyrir útfararþjónustu. Bíllinn var breyttur hjá Nilsson í Svíþjóð, en bílinn er 85 cm lengri en venjulegur V90 bíll og getur tekið tvær kistur. Bíllinn er nýlega kominn til landsins og bíður nú tollafgreiðslu. Bíllinn er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður.      

Fyrsti Volvo S90 Inscription AWD afhentur á Íslandi

Brimborg afhenti fyrsta Volvo S90 Inscription bíllinn í liðinni viku. Bíllinn er hlaðinn búnaði og má þar nefna fjórhjóladrif, öfluga 235hö dísil vél, loftpúðafjöðrun, Nappa leðuráklæði, Volvo High Performance hljómtæki, veglínuskynjara, árekstrarvara að framan, vegskiltalesara, borgaröryggi, bílastæðaaðstoð, bakkmyndavél og svo mætti lengi telja. Það var fyrirtækið Servio sem fékk bílinn afhentan en Servio er dótturfyrirtæki Securitas og sér m.a. um Lesa meira →

Tvöföld frumsýning hjá Volvo um helgina

Volvo á Íslandi kynnir tvo nýja Volvo bíla um helgina. Um er að ræða Volvo S90 og Volvo V90. Frumsýningin stendur yfir bæði laugardag og sunnudag frá klukkan 12-16 í sýningarsal Volvo hjá Brimborg að Bíldshöfða 6. Volvo S90 og Volvo V90 eru sannkallaðir lúxusbílar sem tilheyra flokki stórra fólksbíla. Þeir endurspegla skandinavíska hönnun, bæði að innan og utan. Hvert Lesa meira →

S90 frumsýning

Miðvikudaginn 2. desember verður nýr Volvo S90 frumsýndur. Volvoklúbbur Íslands mun bjóða upp á beina netútsendingu frá athöfninni sem haldin verður í Gautaborg og er varpað út á netið. Mætið endilega í þakhýsi í Brimborgarhúsi, Bíldshöfða 6. Gengið er inn að norðanverðu og opnar salurinn kl. 17:15. Útsending hefst kl. 17:30 og er áætlað að hún taki í rúman klukkutíma. Lesa meira →

Volvo S90 frumsýndur í Gautaborg

Á meðan verksmiðjur Volvo hafa ekki undan við að framleiða nýja XC90 bílinn er komið að því að kynna litla bróður hans til leiks. Volvo S90 verður kynntur til sögunnar miðvikudaginn 2.desember og ætlar Volvo að sýna beint frá því á youtube síðu sinni. Ekki nóg með að viðburðurinn verður í beinni heldur verður um gagnvirka útsendingu að ræða þar Lesa meira →