Volvo XC70 sjúkrabíll til sölu

Nýlega kom á sölu Volvo XC70 árgerð 2012, sem er merktur MUG 112. Svona bílar eru notaðir meðal annars í Belgíu, og eru læknar eða bráðaliðar sem keyra þeim, og eru þeir innréttaðir fyrir fyrstu hjálp á slysstað en ekki til sjúkraflutninga. Líklegt er að bíllinn sé innfluttur frá Belgíu, enda hafa íslensku læknabílarnir ekki slíkar merkingar. Bíllinn er með Lesa meira →

XC60 tilraunabíllinn sem varð að veruleika

Volvo frumsýndi tilraunabíl sinn, XC60 árið 2007 á bílasýningu í Bandaríkjunum. Þessi  bíll var með glerþaki, nýju grilli með mun stærra Volvo lógói og var fyrsti bíllinn með nýju útliti sem hélt áfram að þróast hjá Volvo. Þessi útgáfa innihélt nýja sjálfskiptingu og var á 20 tommu dekkjum.  Skemmtilegt fræðslumyndband um gerð þessa tilraunabíls má sjá hér. Bíllinn fór í Lesa meira →

Sænskur lögreglueltingaleikur við Audi

Mörgum finnst Volvo XC70 vera bíla fyrir miðaldra og án allrar skemmtunar, en sænska lögreglan sannar annað í eltingaleik við Audi sem reynir að taka U-beygju til að sleppa frá sterkbyggðum XC70 bíl lögreglunnar. Áreksturinn var allt annað en mjúkur. Allir sluppu ómeiddir frá þessari veltu en fréttin er frá árinu 2012 úr Daily mail.