Ný XC90 njósnamynd og tækniupplýsingar

Það bíða allir spenntir eftir að nýji Volvo XC90 verði tilkynntur í október í París. Það hafa náðst nokkrar njósnamyndir í vetur og vor af bílnum þar sem verið var að prófa hann á snjó sem við birtum hér, og nú hafa náðst myndir af honum við hraðaprófanir. Þá hafa verið gefnar út nánari tæknilýsingar á vél bílsins og undirvagni. Lesa meira →