Áramótapistill formanns

Volvoklúbbur Íslands hélt uppá 10 ára afmæli þann 12. nóvember síðastliðinn í húsakynnum Veltis við Hádegismóa. Var mjög góð mæting og fengum við mjög góða kynningu frá Ólafi Árnasyni um rafmagnsvörubíla, gröfur og önnur vinnutæki. Eftir þennan viðburð var mér hugsað um hversu félagsþörfin er rík í okkar eðli. Hugsaði hversu mikilvægt fyrir okkur flest að nærast af félagsskap af Lesa meira →

Safnarúnturinn 29.apríl 2023

Þá eru línur orðnar skýrar varðandi Safnarúntinn 2023. Upphafspunktur er á Bauhaus planinu og er mæting þar klukkan 10:30 þar sem við tökum létt spjall, skoðum bílana hjá hvor öðrum og spjöllum aðeins. Við leggjum af stað frá Bauhaus klukkan 11:00 og fyrsti áfangastaður er Hernámssetrið í Hvalfirði. Gauji Litli ætlar að taka á móti hópnum og leiða okkur um Lesa meira →

Safnaferð um Reykjanesið 15.maí

Þann 15.maí stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir safnaferð um Reykjanesið og meðlimum boðið að heimsækja Slökkviminjasafnið í Reykjanesbæ og Byggðasafnið á Garðsskaga.Þetta var í fyrsta skipti sem Volvoklúbburinn stóð fyrir svona ferð og stjórnin var mjög ánægð með mætingu félagsmanna. Hópurinn lagði af stað frá Hafnafirði í aldursröð og beint á Slökkvisafnið. Safnið leynir mjög á sér en sennilega hafa flestir Lesa meira →

Reykjanes safnarúntur laugardaginn 15. maí

Laugardaginn 15. maí næstkomandi ætlar Volvoklúbbur Íslands að standa fyrir hópferð og skoða söfn á Reykjanesinu og vonumst við til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta. Stefnan er að hittast kl. 10:45 við bílastæði Icelandair í Hafnarfirði, Flugvellir 1, frá Ásbraut, og keyra þaðan í hópakstri á Slökkviliðsminjasafn Íslands, Njarðarbraut 3, Keflavík. Eftir að búið er að Lesa meira →

Breytingar í stjórn félagsins

Við héldum aðalfund félagsins í síðustu viku og voru nokkrar breytingar á stjórn félagsins í kjölfar kosninga. Guðjón Davíðsson og Davíð Sigvaldason komu inn í aðalstjórn en Guðjón hafði áður verið varamaður. Oddur og Hafsteinn fór úr aðalstjórn og í varastjórn. Kjartan Guðjónsson gaf ekki kost á sér til varamanns. Ársreikningur og skýrsla stjórnar var lesin upp og samþykkt. Aldrei Lesa meira →

Aðalfundur 2020

Þessum viðburði hefur verið frestað. Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2020, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6. Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Vonumst til að sjá sem flesta. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á facebook. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og ritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að ársgjaldi 2021 Lagabreytingar Önnur Lesa meira →

Kvöldrúntur með Fornbílaklúbbnum

Þann 28.ágúst síðastliðinn héldu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands sameiginlegan viðburð fyrir félagsmenn sína. Þátttakendur hittust á bílaplaninu við Skautahöllina í Reykjavík þar sem hópurinn vakti mikla athygli. Um 30 bílar voru þar saman komnir og þar af um 1/3 meðlimir í Volvoklúbbnum. Leið hópsins lá frá Skautahöllinni og upp í Gufunesbæ þar sem hópnum var þjappað saman aftur eftir Lesa meira →

Hópakstur og hittingur með Fornbílaklúbbi Íslands

Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands standa fyrir sameiginlegum hópakstri og hittingi, miðvikudaginn 28. ágúst. Mæting verður á planinu við Skautasvellið í Laugardalnum kl. 19:30. Ekið verður þaðan upp í Grafarvog, að Gufunesbæ, þar verður stoppað áður en ekið verður um valin hverfi í Grafarvoginum, Rimahverfi, Borgarhverfi og Víkurhverfi. Aksturinn endar við Ísbúðina Gullnesti, Gylfaflöt 1. Þar getur hver og einn Lesa meira →

5 ára afmælisveisla

Volvoklúbbur Íslands hélt upp á 5 ára afmælið með félagsmönnum í dag sal í Hlíðarsmára. Um 30 félagsmenn og fjölskyldur þeirra mættu á samkomuna. Boðið var upp á brauðtertur, afmælisköku, Volvo vöfflur, konfekt og smákökur. Ragnar formaður hélt smá ræðu og talaði um stofnun félagsins og liðna viðburði. Veislan heppnaðist vel í alla staði og þökkum við þeim sem komust Lesa meira →

Myndir frá Áramótarúnti

Eins og síðustu árin þá bauð Volvoklúbburinn til hópaksturs á gamlársdag. Veðrið var mjög gott þrátt fyrir nokkuð frost og mættu 9 bílar í þetta sinn. Við vorum á nýjum stað og hittumst Skautasvellið í Laugardal, en þaðan er gott að aka með fjölda bíla í röð. Mjög vel tókst að halda hópinn og fara yfir þau þrjú ljós sem Lesa meira →

Áramótarúntur og afmælisbílar

Árlegi áramótarúntur Volvoklúbbs Íslands verður að þessu sinni frá Perluplaninu á Gamlársdag kl. 12:45. Tilvalið að hittast aðeins fyrr og heilsa upp á fólk og spjalla. Leiðin sem farið verður er svokölluð formannsleið, en Ragnar okkar valdi leiðina fyrir okkur í ár. Munið að fylgja fyrsta bíl og hafa hæfilegt bil á milli bíla. Stefnt er að því að bjóða Lesa meira →

Volvoklúbburinn er 3 ára í dag

Það eru liðin 3 ár síðan stofnfundur Volvoklúbbs Íslands var haldinn, en það var 13. nóvember 2013. Það mættu 30-40 manns á þann góða viðburð og enn fleiri voru svo skráðir stofnmeðlimir. Meðlimir félagsins eru um 160 í ár og hefur farið fjölgandi á milli ára. Allskonar afslættir eru í boði fyrir félagsmenn, m.a. í Brimborg, hjá Orkunni og víðar. Lesa meira →

Hvolsvallarrúntur 29.maí 2016

Það var fámennur en glaðbeittur hópur sem lagði af stað úr Reykjavík um hádegisbilið. Í hópnum var nýinnfluttur Volvo XC70, Volvo 850, Volvo 940se og svo aldurshöfðinginn 240 Volvo. Á Selfossi bættist svo annar Volvo 850 í hópinn og stefnan sett á Hvolsvöll. Eins og venjulega beið Þór á tröppunum og tók vel á móti hópnum. Tvö stykki Volvo 142 Lesa meira →

Árlegi áramótarúnturinn

Árlegi áramótarúnturinn verður á sínum stað 31. desember kl. 13:00, en farið verður frá Perlunni og ekið um bæinn og endað í IKEA. Mæting hefur verið góð í þennan viðburð síðustu ár, en veðráttan ræður þó oft mætingunni. Við höfum verið að sjá um og yfir 20 bíla þegar best viðrar. Þetta er líka tilvalið tækifæri til að ræða við Lesa meira →

Góð mæting á áramótarúntinn

Við þökkum öllum þeim sem mættu á áramótarúntinn kærlega fyrir þátttökuna. Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttir Volvobílar mættu og kynnast öðrum félagsmönnum. Við teljum að það hafi verið 16 bílar sem mættu í dag, sem er líklega það fjölmennasta síðastliðin ár. Það kom skemmtilega á óvart að Saab-klúbburinn var einnig á sama stað með hitting. Ljósmyndir frá: Haraldur Lesa meira →