Skírteini komin í póst

Við höfum fengið fréttir af því að félagsmenn á landsbyggðinni séu farnir að fá meðlimakort frá okkur með póstinum. Með kortinu í ár fylgir einnig penni merktur Volvoklúbbi Íslands og fréttabréf félagsins. Félagar á höfuðborgarsvæðinu ættu að fá sendingu á allra næstu dögum. Við leggjum mikinn metnað í að gefa út þetta veglega skírteini og einnig fréttabréf og í ár Lesa meira →

Volvoklúbburinn á Instagram

Volvoklúbbur Íslands hefur opnað síðu á Instagram, undir slóðinni https://www.instagram.com/volvoklubbur/ . Þarna munum við birta myndir af viðburðum síðustu ára og komandi viðburðum sumarsins. Endilega fylgið okkur á Instagram og hjálpið okkur að stækka samfélagið þar. Við munum bæta við nýjum og gömlum myndum næstu daga og vikur á síðunni.

Grill í Guðmundarlundi

Fyrsta grill sumarsins fyrir félaga í Volvoklúbbi Íslands verður haldið miðvikudaginn 21. júní næstkomandi í Guðmundarlundi. Grillið hefst kl. 18:00 og í boði er léttur grillmatur og meðlæti. Þetta er fjölskylduhátíð sem var einnig haldin í fyrra og var vel heppnuð. Við fáum aðstöðu þarna í lundinum sem er yfirbyggð ef veðurspáin verður óhagstæð. Nauðsynlegt er að skrá sig á Lesa meira →

Aðalfundur

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 8. mars næstkomandi í matsalnum í Brimborg, Bíldshöfða 6. Fundur hefst kl .18:00. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf:   Skýrsla um störf félagsins   Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar   Kosningar um formann félagsins   Kosningar um tvo stjórnarmenn og tvo varamenn   Tillaga að ársgjaldi 2018   Lagabreytingar   Önnur mál Framboð til stjórnar og lagabreytingar þurfa að Lesa meira →

Grillað í Guðmundarlundi

Volvoklúbburinn bauð upp á fjölskyldusamkomu fyrir félagsmenn þann 30. júní síðastliðinn í hinum frábæra Guðmundarlundi í Kópavogi, þar sem klúbburinn leigði aðstöðu til að grilla fyrir mannskapinn. Það komu tæplega 20 manns í þennan viðburð sem var ágætt miðað við að veðurspáin var ekki frábær. Það var aðeins blautt í grasið en skjól undir grillhúsinu. Þakkir til þeirra sem komu Lesa meira →

Aðalfundur verður haldinn 18. mars

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars næstkomandi kl. 20:00 í þakhúsi Brimborgar og er gengið inn vinstra megin við aðalinngang. Dagskrá fundarins: Setning fundar, Ragnar Þór Reynisson, formaður Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að ársgjaldi 2016 Lagabreytingar Önnur mál – Lagabreytingartillögur skulu berast til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund Lesa meira →

Bílhúsið veitir afslátt til félagsmanna

Okkur er ánægja að kynna að Bílhúsið, Smiðjuvegi 60(Rauð gata) í Kópavogi mun veita félagsmönnum Volvoklúbbs Íslands 10% afslátt af vinnu með því að sýna félagsskírteini og taka fram í upphafi pöntunar. Bílhúsið sérhæfir sig í viðgerðum á Volvo. Sú vinna sem fer fram í  Bílhúsinu er: Allar almennar viðgerðir, véla- og hjólastillingar ,Tímareimarskipti, bremsuviðgerðir, Smurþjónusta,Þjónustuskoðun og Tölvulestur. Heimasíða Bílhússins Lesa meira →