Laugardagsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Næstkomandi laugardag (29.maí) stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri ferð sinni um Suðurlandið. Þessi ferð hefur verið fastur liður hjá klúbbnum frá stofnun hans og verið mjög vel sótt bæði af meðlimum klúbbsins og oftar en ekki fólk sem ekki er í klúbbnum sem flýtur með enda ekki gerð nein krafa um að vera meðlimur til að taka þátt. Eins og Lesa meira →

Afmæliskaffi sunnudaginn 18. nóvember

Volvoklúbbur Íslands fagnar fimm ára starfsafmæli í mánuðinum. Í tilefni þess ætlum við að bjóða félagsmönnum í afmæliskaffi, sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 -17. Veislan verður í sal Fornbílaklúbbsins í Hlíðarsmára 9 í Kópavogi og verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er eingöngu fyrir meðlimi Volvoklúbbsins og þeim er velkomið að bjóða með sér mökum og börnum. Athugið að Lesa meira →

Minnum á hópaksturinn með Fornbílaklúbbinum

Nú er stutt í næsta viðburð sumarsins, en það er hópakstur með Fornbílaklúbbinum, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 19:30 á bílastæðið við Skautasvellið í Laugardal. Það stefnir í góða mætingu, eins og hefur alltaf verið í þessum skemmtilega viðburði síðustu árin. Þetta er klárlega orðið árviss viðburður og einn sá stærsti á vegum klúbbsins varðandi fjölda bíla sem mæta. Minnum á Lesa meira →

Grill í Guðmundarlundi – miðvikudaginn 8. ágúst

Volvoklúbburinn býður félagsmönnum í Grillveislu, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 18:00 í Guðmundarlundi í Kópavogi. Fyrirvarinn er frekar stuttur núna, en erfitt hefur verið að skipuleggja svona viðburð í ár vegna veðurs nema með skömmum fyrirvara. Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn. Skráning á viðburðinn er á Facebook, https://www.facebook.com/events/290511481711518/

Góður hittingur hjá Bilbro

Klúbburinn bauð upp á viðburð á annan í Hvítasunnu í bílskúrnum hjá Einar Unnsteinssyni, eða annar af Bilbro bræðrunum. Sigurður bróðir hans var einnig á svæðinu og sögðu þeir skemmtilegar sögur úr bransanum og sagði Einar frá 242 bílnum sínum og hvaða verk hann hefur verið í undanfarið. Það komu um 10 manns og voru veglegar  veitingar í boði. Vel Lesa meira →

Fleiri afslættir fyrir félagsmenn

Félagsmenn í Volvoklúbbnum fá afslátt hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Nú hafa AB varahlutir, Aðalskoðun og Poulsen bæst í hópinn. Athugið sýna þarf gilt meðlimakort til að nýta afsláttinn. Kíkið á alla afslættina hér. AB varahlutir www.abvarahlutir.is 15% afsláttur af öllum vörum Aðalskoðun www.aðalskodun.is 15% afsláttur af aðalskoðun Poulsen www.poulsen.is 10-20% afsláttur, 40% afsláttur af síum  

Afmælisviðburður klúbbsins

Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 fagnar Volvoklúbbur Íslands eins árs afmæli. Í því tilefni ætlum við að bjóða ykkur í veislu í salnum á þaki Brimborgar, en þar fór einmitt stofnfundur klúbbsins fram. Við ætlum að sýna heimildarmynd um 75 ára sögu Volvo, eða frá árunum 1927-2002, þar sem sagt er frá öllum Volvo bílum sem framleiddir voru á þessum tíma Lesa meira →