Brimborg innkallar 176 XC90 bíla

Neytendastofa hefur fengið tilkynningu frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 176 Volvo bifreiðum af gerðinni XC90, framleiðsluár 2016 – 2017. Ástæðan er sú að hugsanlegur samsetningargalli á affalsröri fyrir loftkælikerfi (AC) getur leitt til leka inn í bíl. Ef lekur inn í bíl er hætta á rafmagnsbilunum. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Brimborg ehf vegna þessarar innköllunar.

Volvo XC90 valinn jeppi ársins 2016 af Motor Trend

Nýi Volvo XC90 var nýlega valinn jeppi ársins 2016 af bandaríska bílablaðinu Motor Trend. Þetta er í annað sinn sem Volvo XC90 fær þessi virtu verðlaun. Volvo XC90 er byggður með nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Products Architecture eða SPA. Ný kynslóð fjögurra strokka Drive-E vélanna býður upp á spennandi akstur en með miklu minni eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. Eldsneytisnotkun Lesa meira →

Nýr Volvo XC90 á leið til landsins

Fyrstu Volvo XC90 bílarnir koma til landsins í lok maí og formleg frumsýning hjá Brimborg verður í byrjum júní. Mikil eftirvænting hefur verið eftir bílnum enda markar hann stór tímamót hjá Volvo. Með Volvo XC90 kynna hönnuðir Volvo nýtt útlit sem mun einkenna komandi kynslóðir Volvo bíla. Nýr Volvo XC90 er með fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinn á markaðnum og býður upp á Lesa meira →

Byrjað að kynna næstu kynslóð XC90

Markaðsdeild Volvo er farin að auglýsa næstu kynslóð af XC90 jeppanum sem margir eru búnir að bíða spenntir eftir í nokkur ár en þeir ætla að láta sér nægja að byrja á að sýna okkur bílinn að innan. Þeir sem eru vanir vinnuumhverfinu í gamla 90 bílnum sjá strax að algjör umbylting hefur átt sér stað og hefur Volvo aldrei Lesa meira →