Techno Classica 2014

Volvo S40 Keppnisbíll

Það eru sennilega ekki margir sem kannast við bílasýninguna Techno Classica. En sýning þessi dregur að sér um 200.000 gesti frá meira en 40 löndum. Sýningin er stærsta bílasýning sem haldin er innandyra fyrir klassíska bíla. Hugmyndin með sýningunni er að reyna að draga fram og sýna ástríðuna sem fylgt hefur mótoriðnaðinum í gegnum tíðina.

Sýningin hefur komið mörgum bílaframleiðendum í skilning um hversu fróðlegt og skemmtilegt það er að flagga sögunni, kynna fyrir fólki hvernig framleiðendur komust þangað sem þeir eru í dag. Framleiðendur Volvo hafa verið duglegir að mæta á þessa sýningu og eru með bíla á sýningunni í ellefta skipti.

Volvo mætir á svæðið með sex bíla en þeir svindla smá og ætla að vera með einn nýjan S60 sem fyrirtækið Polestar hefur fengið að móta og breyta í keppnisbíl. En það er góð ástæða fyrir því að þeir taka einn nýjan með sér á þessa sýningu því Volvo er að mæta á svæðið með fimm öldunga sem allir eiga glæsilega kappaksturssögu í farteskinu. Þannig geta gestir séð sögu Volvo í aksturssportinu síðustu 60 árin.

Bílarnir sem Volvo ætlar að mæta með eru eftirtaldir

  1. Volvo PV544, keppnisbíll og sigurvegari í Safari Rally 1965.
  2. Volvo 122S Amazon, nákvæm eftirlíking af bílnum sem sigraði í Classic Acropolis Rally í Grikklandi 1965.
  3. Volvo 240 Turbo, keppnisbíll í nokkur ár á níunda áratug síðustu aldar, sigurvegari í European Championship 1985.
  4. Volvo 850 Station, sennilegast í fyrsta skipti sem stationbíll var skráður í alvöru kappakstur, keppti 1994 í British Touring Car Championship.
  5. Volvo S40, keppnisbíll frá 1998 og sigurvegari í British Touring Car Championship. Rickard Rydell stóð sig gríðarlega vel á þessum og er þetta í dag sá bíll sem hefur skilað flestum titlum í kappaksturssögu Volvo.
  6. Volvo S60 Polestar, nýjasta hestaflasprengja Volvo og sigurvegari í Scandinavian Touring Car Championship 2013.

Fyrir þá sem langar að skella sér þá er sýningin 26-30.mars í Essien í Þýskalandi.

Volvo01 Volvo02 Volvo03 Volvo04 Volvo05

Fréttin er lauslega þýdd af fréttavef Volvo. Heimasíðu sýningarinnar má sjá hér.

Meðfylgjandi myndir eru í eigu Vilhjálms J. Gunnarssonar, teknar í Volvo Museum 2011.

Comments are closed.