Það er best orginal

Ein dæmisaga frá Volvoeigenda og félagsmanni klúbbsins. Við heyrðum frá einum góðum félagsmanni sem sárvantaði ný þurrkublöð á XC90 volvo bíl og var hans fyrsta hugsun að þetta væri best að kaupa utan umboðs. Án þess að gera verðkönnun var farið í varahlutaverslun uppi á höfða og keypt þar þurrkublöð sem áttu að passa á bílinn og voru seld sem slík. Þegar heim var komið var lítið að passa, mikil tímaeyðsla í að átta sig á samsetningu á rúðublöðum. Ákveðið var að skila þessu aftur upp í verslun og fá endurgreiðslu og nánari leiðbeiningar. Í framhaldinu ákvað þessi ágæti maður að heyra í Brimborg og fá verð í orginal Volvo rúðublöð. Verðið kom skemmtilega á óvart var þetta mjög hagstæð kaup og sagði sölumaður að mikil lækkun væri á þessari vöru á milli ára hjá Brimborg. Þegar heim var komið tók þetta engan tíma enda orginal Volvo rúðublöð með plug-and-play ef segja má og þurfti engan tíma til að átta sig á samsetningu eða lesa bækling. Þetta kennir manni að leita í orginal varahluti þegar kostur er, enda er það oft ódýrara heldur en að lenda í vandræðum með eitthvað sem passar ekki alveg. Ekki skemmir fyrir þegar verðið er mjög gott.

Að auki fá félagsmenn klúbbsins afslátt hjá Brimborg.

Takk fyrir Brimborg.

Comments are closed.