Tilkynning frá stjórn Volvoklúbbs Íslands

Kæru Volvofélagar. Senn líður að lokum þessa árs og við í stjórn Volvoklúbbsins erum farnir að undirbúa næsta ár. Næstu daga mun birtast í heimabanka hjá félagsmönnum ársgjald fyrir árið 2023. Það gjald verður 2.500 kr sem var ákveðið á síðasta aðalfundi félagsins. Ástæða hækkunnar er 10 ára afmælisár Volvoklúbbs Íslands. Stofndagurinn er 13. Nóvember 2013.

Við í stjórn félagsins erum stórhuga fyrir þenna merka áfanga. Við ætlum að skipuleggja stærri viðburði á árinu 2023 og gefa út afmælisrit.

Fyrir rétt rúmum 9 árum síðan, þá var mikill hugur í stofnendum að vinna í tilgangi félagsins, að skapa vettvang fyrir Volvo áhugafólk. Þetta hefur tekist mjög vel að okkar mati.

Fjöldi félaga sem greiða árgjald hefur aukist jafnt og þétt sem og þátttakendur í viðburðum sem hafa fest sig í sessi. Félagar voru um 350 talsins árið 2022 en það er alltaf pláss fyrir fleiri áhugamenn um Volvo bíla í okkar góða félagsskap.

Hægt að skrá sig í félagið á heimsíðu Volvoklúbbs Íslands.

Síðasti viðburður okkar á þessu ári verður hinn árlegi Áramótarúntur og verður sá viðburður auglýstur síðar.

Með kæri kveðju,

Stjórn Volvoklúbbs Íslands.

Comments are closed.