Uppboð á 262C Volvo David Bowie

Söngvarinn David Bowie heitinn pantaði einn af síðustu Volvo 262C, sem voru fyrstu lúxus Coupe bílarnir frá Volvo og voru smíðaðir á árunum 1977-1981. David Bowie fékk einn slíkan sendann á heimili sitt í Sviss í júní 1981, en hann pantaði hann undir sínu skírnarnafni, David Robert Jones. Bíllinn var mjög vel búinn, með hraðastilli, leðursætum og Blaupunkt hifi hljóðkerfi. Bíllinn er með 2.8 lítra V6 vél og þriggja þrepa sjálfskiptingu. Ekki er vitað hversu lengi Bowie átti bílinn en síðar var plötufyrirtæki Bowies, Belway Bros skráður eigandi bílsins.

Bíllinn var seldur á uppboði í lok síðasta árs og fengust litlar 23 milljónir fyrir bílinn, sem var aðeins ekinn um 53 þúsund og í mjög góðu ástandi. Aðeins 6622 bílar voru framleiddir af þessari tegund.


Comments are closed.