V8 Supercar Championship / V8 ofurbíla meistarakeppni

V8 Supercar Championship er einn stærsti íþróttaviðburður í Ástralíu. Keppnistímabilið er eitt ár og eru 14 keppnir haldnar víðsvegar um Ástralíu ásamt einni non-Championship keppni í sjálfri F1 Australian Grand Prix keppnisbrautinni í Melbourne. Um tvær milljónir áhorfenda hafa mætt á keppnirnar. Hver keppni er þrískipt og samtals er farið yfir 150 hringi. Lokadeginum einum  (Race 3) eru farnir 78 hringir.

Það sem er sérstakt við þessa keppni núna er að Volvo merkið er með í keppninni. Volvo hefur ekki tekið þátt í aksturkeppni í Ástralíu í um 40 ár. Núna mæta þeir með tvo Volvo S60 Polestar V8 Supercar.  Ökumenn eru Robert Dahlgren og Scott McLaughlin.

Volvo hefur í gegnum árin átt bíla á kappakstursbrautum og nú undanfarin ár, Volvo Polestar Racing, þá er þetta líklega erfiðasta keppnin sem þeir eru að fara taka þátt í. Þarna eru bílar undir merkjum Ford, Holden, Nissan og Mercedes Benz.Okkur í stjórn Volvoklúbb Íslands þykir þetta skemmtileg frétt og okkur langar til að fylgjast með framgangi Volvo Polestar ökumannana, þeim Robert Dahlgren og Scott McLaughlin í þessari keppni.

Heimasíða keppninar er HÉR. Keppnisplan má sjá HÉR. Eftir að hafa skoðað dagskrá, gömul myndbönd og allt sem er að sjá á heimsíðunni, er alveg skiljanlegt að þetta er einn stærsti íþróttaviðburður í Ástralíu. Vonandi vekur þetta áhuga hjá ykkur líka. Eina óskemmtilega við þetta er að keppnin er að næturlagi meðan við sofum (eða ættum að vera sofandi). Það er tíu og hálfstíma munur sem þeir í „Down under“ eru á undan okkar tíma.

Tímataka fór fram í nótt kl 04:30 á íslensku tíma. Scott McLaughlin ók mjög vel og og er annar á ráspól á morgun. Ekki slæmt það. En Robert Dahlgren er síðastur á ráspól. Sjá HÉR. Race 1 byrjar svo kl 05:50 á íslenskum tíma í fyrramálið.

Event 01 of the 2014 Australian V8 Supercars Championship Series.

Comments are closed.