Vel heppnaður afmælisakstur 240 og 740 bíla

Í gær, laugardaginn 7. september stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir afmælisakstri til að heiðra Volvo 240 og Volvo 740 bílana sem áttu 50 ára og 40 ára afmæli. Við hittumst upp á Höfða og áttum gott spjall fram að akstrinum. Nokkrir bílar sem ekki hafa komið áður í viðburði félagsins voru í hópnum og er alltaf spennandi að sjá slíka bíla sem fáir vita af. Skipulagður akstur gekk mjög vel og rúmlega 20 bílar fóru í aksturinn þar af 11 afmælisbílar. Keyrðum stofnbrautirnar kringum Reykjavík, niður í miðbæ og til baka upp í Perlu þar sem næsta stopp var og frekari myndataka.

Við vorum mjög heppin með veður, sól og blíða en smá vindur líka, sem hafði engin áhrif. Náðu aftur góðu spjalli á Perluplaninu, en þar hefur Volvoklúbbur margoft mætt í hittinga.

Þökkum þeim kærlega sem sáu sér fært að mæta og gera daginn eftirminnilegan.

Comments are closed.