Við héldum í dag uppá 10 ára afmæli félagsins. Tæplega 40 manns mættu upp í Velti þar sem við fengum kynningu á rafmagnstrukkum Volvo og formaður opnaði viðburðinn með ávarpi. Góðar umræður voru í sal og að lokum voru frábærar veitingar í boði fyrir félagsmenn og velunnara. Eftir veitingar fengum við nánari kynningu og skoðun á rafmagnstrukkum sem voru inn á verkstæði. Brimborg lánaði einnig tvo glæsilega rafmagnsfólksbíla sem voru til sýnis úti.
Viðburðurinn var afar vel heppnaður, og veitingar frá Myllunni frábærar að vanda.
Þökkum þeim kærlega sem sáu sér fært að mæta á viðburðinn.
Minnum á áramótaaksturinn, 31. desember. Nánari upplýsingar síðar.