Vel heppnuð grillveisla í júlí

Fyrstu grillveislu sumarsins er lokið hjá okkur og voru tæplega 30 félagar sem sáu sér fært að mæta ásamt fjölskyldu. Við vorum í Gufunesbæ í Grafarvogi og leigðum aðstöðuna þar. Veður var milt og gott og ekki yfir neinu að kvarta. Ingólfur var grillmeistari eins og áður og fjórir stjórnarmenn voru á svæðinu til að spjalla við gestina og aðstoða.

Fín aðstæða í tréskýlinu og nóg að bekkjum til að sitja á. Aðstaðan fyrir krakkana alveg frábær þarna í kring og nóg um að vera. Eigum klárlega eftir að nota þessa aðstöðu meira.

Þökkum þeim sem komu á þennan árlega viðburð hjá félaginu.

Comments are closed.