Vel lukkuð sýning á eldri bílum

Við þökkum þeim kærlega fyrir sem komu upp í Brimborg í dag að sækja félagsskírteinin og skoðuðu bílasýninguna.  Það var orð manna að ánægja hafi verið með þennan viðburð og verður svona sýning að árlegum viðburði hjá okkur. Við erum ekki með nákvæma tölu á fjölda gesta í dag en erum mjög sáttir með það sem við sáum í dag.

Við þökkum einnig Brimborg fyrir að lána okkur salinn og styðja við sýninguna.

Comments are closed.