Vel mætt í áramótaaksturinn

Við vorum með síðasta viðburð ársins í dag, gamlársdag. Það voru 14 glæsilegir Volvo bílar sem mættu í Laugardalinn, þar sem við höfum byrjað aksturinn síðustu árin. Eftir gott spjall var ekið af stað Múlaveginn út úr Laugardalnum út á næstu hraðbraut. Fyrsta stopp var í Grafarvogi við Borgarholtsskóla. Mjög vel gekk að halda röðina í þessum akstri og skiluðu sér 13 bílar í fyrsta stopp. Eftir gott spjall og myndatöku var haldið áfram, Grafarvogshringurinn kláraður og var endað við Menntaskólann við Sund. Þangað skiluð sér 6 bílar og var stutt stopp og létt spjall þar í lokin.

Frábær þátttaka í dag og veður til fyrirmyndar. Gaman að sjá alla þessa fjölbreyttu bíla. Það voru 2-3 farþegar í sumum bílanna, og gættu flestir vel að sóttvörnum.

Sendum öllum nýárskveðjur og þökkum fyrir samfylgdina á árinu.

Comments are closed.