Það er þekkt að svokallaðir Concept Car eða hugmyndabílar eru hannaði og jafnvel framleiddir fullbúnir og ökuhæfir. Fyrsti hugmyndabíllinn hjá Volvo var hannaður af Gustaf L.M. Ericsson, sem var sonur Lars Magnus Ericsson sem stofnaði símafyrirtækið Ericsson árið 1876.
Gustaf var mikill áhugamaður um allt sem tengdist bifreiðum. Hann bjó til bílalíkan úr timbri í stærðinni 1:10, mjög svo framtíðarlegan, loftstraumslaga bíl. Gustaf kallaði þennan bíl Venus Bilo í höfuðið á frægum grískum marmara högglistamanni Venus de Milo.
Gustaf Ericsson náði að fá það í gegn að smíða fullbúið eintak og hófst smíðin árið 1932. Volvo höfuðstöðvarnar fjármögnuðu verkefnið en bifreiðin var framleidd í bílaverksmiðju Gustaf Nordberg Vagnfabrik AB í Stokkhólmi og byggður á undirvagni af Volvo PV655 sem Volvo útvegaði. Hann var svo kynntur fyrir almenning árið 1933 í Stokkhólmi, í listigarðinum Villa Roskull.
Bifreiðin var mjög straumlínu laga og rúmgóður 6 farþega bíll. Mikið farangurspláss og það var geymsluhólf í vinstraframbretti. Framljós voru byggð inní bifreiðina. Það má með sanni segi að hönnun Gustafs Ericsson á Venus Bilo hafi verið vel á undan sinni samtíð.
Eins og margir hugmyndabílar, þá enda þeir ekki í fjöldaframleiðslu. En Venus Bilo hafði þau áhrif á Volvo að fara framleiða meiri straumlínulagaða bifreiðar og árið 1935 var PV36 Carioca kynntur.
Það var aðeins einn Venus Bilo framleiddur. Eftir seinni heimstyrjöldina, þá er hann seldur til Danmörku. Árið 2014 var verið að setja gamlar filmur í stafrænt form, þá sést hann aka uppúr skipi 1949 og þetta myndband að finna á Youtube. Sagt er að Venus Bilo hafi svo endað sem pallbíll í brotaverksmiðju. Sorglegt að eina entakið hafi ekki varðveist.