Viðburðir í apríl

Volvoklúbburinn stefnir á öflugt og viðburðarríkt ár. Núna í lok apríl eru tveir viðburðir á dagskrá, en þeir eru eftirfarandi:

Fyrsti Volvorúntur sumarsins (24/04/2014)
Við ætlum að hittast á planinu hjá IKEA í Kauptúni 4 í Garðabæ kl. 16:00 og í framhaldi af því að taka hóprúnt.

ATH! Ef páskahretið heldur áfram að kvelja okkur með hríðarbyl og veseni munum við hugsanlega hliðra dagsetningunni eitthvað. Fylgist því vel með hér þegar nær dregur!

Hér er linkur á viðburðinn á Facebook

———–

Volvodagur í Brimborg og afhending félagsskírteina (26/04/2014)
Þann 26. apríl kl. 14:00 – 16:00 verður Volvoklúbbur Íslands með opið hús í Brimborg þar sem við munum bjóða uppá Volvo vöfflur og gos á kostnaðarverði. Á staðnum verða nokkrir valdir bílar félagsmanna til sýnis og hægt verður að kynna sér starfsemi klúbbsins.

Einnig munum við afhenda þeim meðlimum sem voru búnir að greiða félagsgjöld fyrir 1. apríl 2014, félagsskírteini sín. Við hvetjum því alla þá félagsmenn sem hafa tök á, að mæta og sækja félagsskírteinið, skoða gullfallegar, nýuppgerðar og óuppgerðar Volvo bifreiðar og gæða sér á gómsætum Volvo vöfflum í leiðinni.

Við verðum í kjallaranum á Brimborgarhúsinu, Bíldshöfða 6, en gengið er inn um aðalinngang hússins.

Hér er linkur á viðburðinn á Facebook.

———-

Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir á þessa viðburði, jafnt félagsmenn sem og aðrir. Stjórnin vonast eftir að sjá sem flesta!

Comments are closed.