Viðburður á laugardaginn – forstjóri Brimborgar með fyrirlestur

Minnum á næsta viðburð félagsins. Í samstarfi við Brimborg þá fáum við fyrirlestur frá forstjóra Brimborgar, sem ber heitið “Af hverju hætti Volvo framleiðslu á dísilbílum?”. Umræður verða eftir fyrirlesturinn og einnig verður hægt að skoða nýja volvo bíla í salnum og reynslukeyra.  Húsið opnar kl. 11:00 og hefst fyrirlestur kl. 11:10.

Eftir umræður afhendum við nýtt afmælistímarit Volvoklúbbs Íslands til félagsmanna. Einnig verður hægt að skrá sig í klúbbinn á staðnum.Brimborg opnar svo fyrir almenning kl. 12:00, en nægur tími er til að skoða bíla og annan varning og ræða við sölumenn. Léttar veitingar í boði Brimborgar.

Mælum með að þeir sem vilja reynslukeyra bílum að þeir panti það fyrirfram og velji fyrstu tíma dagsins.

Panta tíma hér:

Skáning á viðburð á facebook:

Fjölmennum á fyrsta viðburð vorsins og hittum góða félaga.

Stjórn Volvoklúbbs Íslands vill koma kærum þökkum til Brimborgar fyrir að bjóða félagsmönnum Volvoklúbbs Íslands upp á þennan viðburð.

Comments are closed.