Vill frúin gulan Volvo?

Volvo hefur í gegnum tíðina birst okkur í mörgum góðum litum. Gulur er einn þeirra, en þeir eru þó fágætir hér á götum. Frúin góða uppljóstraði því nýlega upp að það væri hennar draumur að eignast gulan bíl. Ritstjórinn hér fór því að hugsa málið og athuga hvað væri í boði. Sumir hafa hreinlega málað gamla bíla gula, aðrir greitt fyrir gulan lit í nýjum bíl, eða hreinlega fundið notaðan gulan bíl. Jú, allt góðir valkostir en hvaða bílar hafa komið í þessum gula volvo lit í gegnum tíðina?
Margir kannast við T-Gulan 850 bílinn sem er til hér á landi í fáum eintökum, en Volvo safnið kallar litinn rjómagulan. Volvo 1800 kannski færri séð í þessum mosa-gula lit.
C30 bíllinn kemur einnig vel út í ljósgulum. Þá komu 140 og 240 bílarnir í gulum lit og hinn fágæti Volvo 66 einnig.
Nýi Volvo EX30 bíllinn kemur einnig mjög vel út í sínum gula lit sem hægt er að sérpanta.
Hvaða gula Volvo má bjóða þér?

242

Comments are closed.