VIP Volvo Forsýning

Í kvöld var haldin sérstök VIP forsýning á nýja XC90 bílnum frá Volvo. Á sýninguna mættu tæp 400 manns til að bera nýja vagninn augum en mikil leynd hefur verið yfir honum og komu sýningarbílarnir í hálfgerðum huliðsklæðum til landsins þannig að innanbúðarmenn í Brimborg fengu ekki einu sinni forsmekk að því sem væri komið.

Sýningin var haldin í Listasafni Reykjavíkur og var fullt út úr dyrum. Unnur Ösp og Björn Thors fóru yfir helstu nýjungar í bílnum með hjálp hreyfimynda og má segja að markmið Volvo um að enginn slasist alvarlega í Volvo 2020 er orðið talsvert líklegt ef öryggisstaðlar bílsins verða heimfærðir í aðra bíla framleiðandans. Segja má að þegar bíllinn skynjar að óhapp sé í vændum þá séu farþegar bílsins nánast vafðir inn í bómul og sæti bílsins bregðast við komandi höggi miðað við þyngdaröflin sem eru í gangi.

En þó að öllum detti fyrst í hug öryggi þegar sagt er Volvo þá tegir þessi sig enn lengra þegar kemur að lúxus. Að setjast upp í nýja Volvoinn og stilla sætið eins og manni líður best í því er eins og að hafa farið til sjúkraþjálfa og teymi sérfræðinga hafi hannað hann fyrir þig. Hljómkerfi sem virðist fara í keppni við Hörpuna hvor er með betri hljómburð. Stór og einfaldur skjár sem gerir allar skipanir ökumanns sem varðar bílinn sjónrænar og einfaldar. Allt kemur þetta saman og útkoman er flottasta önnur kynslóð Volvo bíla síðan S80 kom 2007.

Það er ekki nema von að stjórnarmenn Volvo horfi björtum augum til framtíðar og eru t.d. að setja upp nýja verksmiðju í Bandaríkjunum sem á að framleiða 100 þúsund bíla á ári þó svo að meðalsala síðustu ára hafi einungis verið rúm 50 þúsund bíla. Ég hef grun um að þessi eigi eftir að rjúka út eins og heitar Volvo-vöfflur.

Bíllinn verður til sýnis í Brimborg föstudag til sunnudags og um helgina verður hægt að fá Volvo XC90 kaffibolla á svæðinu.

IMG_0718 IMG_0714 IMG_0712 IMG_0709 IMG_0708 IMG_0707 IMG_0706 IMG_0703 IMG_0826 IMG_0701

Comments are closed.