Volvo 142 í uppgerð

Birgir Örn Birgisson (f.1959) hefur nýlega fest kaup á hvítum Volvo 142 sem var áður í eigu Benedikts Gunnars Sigurðssonar, og síðar hjá syni hans. Benedikt kaupir bílinn nýjan um haustið 1970 og er bílinn 1971 módel, tveggja dyra og var keyptur í Velti á sínum tíma. Bílinn bar númerið X-1295.

Sonur  Benedikts eignaðist síðar bílinn og var með hann í uppgerð. Eins og áður sagði þá er Birgir Örn nýr eigandi bílsins og er með hann í uppgerð og stefnir að setja hann á götuna á árinu 2020.  Birgir hefur meðal annars látið bólstra sætin upp á nýtt í bílnum. Birgir eignaðist bílinn sumarið 2019.

Birgir hefur nýlega skráð sig í Volvoklúbb Íslands, og vonandi fáum við að sjá og heyra meira af þessu verkefni í framtíðinni.

 

Mynd frá Birgir Örn Birgisson.

Volvo 142 í uppgerð. Mynd: Birgir

Mynd frá Birgir Örn Birgisson.

Ný bólstruð sæti í bílinn.

Mynd: Benedikt.

Comments are closed.