Volvo 144 deluxe til sölu

Fyrir nokkrum dögum birtist einn glæsilegur fornbíll til sölu í volvosamfélaginu á fésbókinni. Bíllinn er Volvo 144 Deluxe árgerð 1973. Ásett verð er 500.000 kr. en núverandi eigandi eignaðist bílinn nýverið í skiptum fyrir annan bíl.

Bíllinn er beinskiptur með m41 gírkassa og ekinn 186 þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda er ástand þokkalegt miðað við aldur. Með bílnum fylgja sumardekk á felgum og eru vetrardekk undir bílnum núna. Bíllinn er staðsettur á Selfossi en var áður á Akureyri og ber númerið A7033.

Sigurbergur Andrésson er eigandinn er geta áhugasamir haft samband beint við hann, í síma 788-6664.
Það eru enn nokkrir heilir Volvo 140 bílar hér á landi og vonandi kemst þessi í góðar hendur.
Þessir frábæru bílar voru framleiddir frá 1966-1974 og fékk einmitt árgerðin 1973 töluverða útlitsbreytingar. Meðal annars kom nýtt plastgrill, ný og stærri stefnuljós og mikið breyttur afturendi bílsins. Mælaborð og kom og hélt það áfram í Volvo 240 týpunni sem tók við nokkrum árum síðar.

Comments are closed.