Volvo 144 er 50 ára

Þann 17. ágúst árið 1966 var Volvo 144 kynntur til sögunnar og átti eftir að seljast í 1.250.000 eintökum á næstu 8 árum, og var fyrsti  Volvo bíllinn til að seljast í yfir milljón eintökum.

Um fjögurhundruð blaðamenn mættu á þennan einstaka viðburð í ágústmánuði fyrir 50 árum síðan. Á þessum tíma höfðu verið kjaftasögur um að í nokkur ár að Volvo væri að smíða þennan nýja bíl og var því eftirvænting blaðamanna orðin mikil. Frumsýningin var í Gautaborg, Oslo, Kaupmannahöfn og Helsinki á sama tíma.

 Verkefnið hófst hjá Volvo árið 1960 og var kallað P660.  Ákveðið var að bíllinn yrði stærri en Amazon en í sömu þyngd og sama verðflokki. Volvo 144 nafnið var það fyrsta sem var hannað með það í huga að geta sagt til um cylandera og hurðafjölda, í staf tvö og þrjú.

Fjöldaframleiðsla á bílnum hófst 19. ágúst 1966, tveimur dögum eftir forsýninguna. Árið 1967 kom tveggja dyra 142 á götuna og árið 1968 kom station útgáfan 145. Árið 1969 kom svo sex sílandera útgáfa bílsins, 164, sem var t.d. með lengra húddi og lengra á milli hjólanna. Árið 1970 kom svo enn ein útgáfan og hét hún Volvo 145 Express, og var með hækkuðu þaki og hafði mikið rými sem station bíll.

Framleiðsla bílanna hætti um sumarið 1974 og hafði þá alls verið framleiddir 1,251,371 bílar. Vinsældir þessa bíls hjálpuðu Volvo að komast betur inn á heimsmarkaðinn en segja má að saga bílsins næði til ársis 1993 því Volvo 240 nýtti marka hluti og hönnun úr Volvo 140 seríunni og varð síðar mest framleiddi bíll frá Volvo,  í 2,8 milljónum eintaka á 19 árum.


Comments are closed.