Volvo 144 hjá lögreglunni

Volvo lögregluþemað heldur áfram í dag. Núna birtum við tvær myndir af Volvo 144 sem voru hluti af lögreglubílaflotanum í kringum árin 1972-75.

Fyrri myndin af G-4442 sem þjónaði Lögreglunni í Hafnarfirði, myndin er frá árinu 1972. Seinni myndin er af U-23 sem þjónaði Lögreglunni á Reyðarfirði, myndin er frá árinu 1975.

G4442-Volvo144-frá 72-Lögreglan í Hafnarfirði U23-Volvo144-frá 1975-Bjarni Sveinsson

Mynd úr safni Lögreglunnar í Hafnarfirði (Efri).

Mynd úr safni Bjarna Sveinssonar (Neðri).

 

Comments are closed.