Hér er skemmtilega saga um Volvo 164 sem var fyrst forstjórabíll Veltis hf. í nokkur ár og var svo fluttur til Bretlands 19 árum síðar, og svo nýlega til Lettlands þar sem formaður Volvoklúbbsins í því landi er nú eigandinn og var nýlega í heimsókn á Íslandi.
Þessi bifreið var nýskráður hér á Íslandi 29.02 1972. Þá var hann í eigu Veltis hf , Volvo umboðið á Íslandi á þeim tíma. Gunnar Ásgeirsson forstjóri Veltis ók um á þessum bíl og hafði þessi forstjórabíll númerið R-429. Í janúar árið 1976, kaupir Sigurður Fjeldsted þessa bifreið og á í fjögur ár. Eftir það skiptir hann nokkuð ört um eigendur og fékk bíllinn númer eins og R47956, V1205, Y9988,Y3517 og síðast R330.
Eftir árið 1991 fer þessi bifreið, orðin 19 ára gömul, til Bretlands. Á Bretlandi eignast blaðamaður að nafni Sam Glover bílinn, sem vinnur hjá Practical Classics. En núna nýlega eignaðist maður frá Lettlandi bíllinn og þar er hann í dag.
Víkjum sögunni aðeins til Íslands, nánar tiltekið til Brimborgar (Volvo umboðið á Íslandi í dag). Volvo menn þar fengu til sín mann frá Volvo að nafni Aivis Liepins sem er frá Lettlandi og starfar sem Technical Training Manager. Hann hélt fyrirlestur fyrir Volvo menn hjá Brimborg.
Hann segist hafa séð myndir af gömlum Volvo bíl sem hann hafi séð á netinu árið 2012 og langað mikið til að eignast og gera upp. Eftir smá tíma eignast hann bílinn og flytur hann til Lettlands.
Þegar að hann fer að gramsa í bílnum þá uppgötvar hann nokkuð merkilegt. Í ljós kemur að bíllinn hafi verið á Íslandi og hafi upphaflega komið þaðan. Einnig kom í ljós að bíllinn hafi verið upphaflega blár á litinn og muna eflaust margir volvo áhugamenn eftir þessum glæsilega bíl.
Svo núna þá er nýji eigandi af þessum Volvo 164 forstjórabíl, kominn í heimsókn til Íslands rúmum 40 árum eftir að forstjóri Veltis ók um götu Reykjavíkur á þessum eðalvagni.
Nánari tækniupplýsingar um Volvo 164 má finna hér á síðunni.
Myndasafn af uppgerð bílsins má sjá hér.