Volvo 1800 Rocket prufubíllinn

Árið 1957 vildi Volvo láta hanna sportbíl og maðurinn á bakvið verkfræðina var Helmer Petterson sem var maðurinn á bakvið Volvo PV444. Volvo vildi fá ítalskt útlit á sportbílinn og sá því ítalska fyrirtækið Carrozzeria Pietro Frua um hönnunina og voru hannaðar þrjár útgáfur af Volvo 1800 Rocket frá september 1957 fram til fyrri hluta árs 1958. Á þessum tíma vann sonur Helmer Petterson hjá ítalska fyrirtækinu, en hann hét Pelle Petterson.

Bíllinn hlaut viðurnefnið Rakettan vegna útlitsins. Hann var smíðaður frá Coupe bíl sem tekinn úr framleiðslu hjá Volvo og sendur til Frua á Ítalíu til frekari hönnunar. Upphaflegi bíllinn var hvítur en Frua málaði hann gylltan. Bíllinn er nú blár á lit og sendur í Volvo safninu í Gautaborg.

Að lokum þótti bíllinn of framtíðarlegur og var því yfirhönnuður Volvo, Jan Wilsgaard fenginn til að hanna bílinn. Hann hannaði marga af bestu bílum volvo, m.a. Volvo Amazon, Volvo 240, 740, 850, 140, 164 og fleiri útgáfur.

1800-rocket2

Rocket

1280px-Volvo_P1800_Raketen

Miðju mynd tekin af Vilhjálmi Gunnarssyni.

Neðsta mynd tekin af: Karl Jonsson – Gautaborg.

Comments are closed.