Volvo 240 á Héraði

Við segjum frá einum klassískum fjölskyldubíl með sögu sem margir tengja við. Volvo 240 GL árgerð 1987 sem er í áratugi í eigu sömu fjölskyldunnar. Eigandi bílsins er ungur og fékk hann hjá ömmu sinni og afa. Bílinn var aftur settur á götuna í ágúst 2020 eftir að hafa verið lagt árið 2007 þegar annar bíll kom á heimilið. Bílinn var þó geymdur er ekki gleymdur og var hreyfður reglulega. Hinrik Jónsson er eigandi bílsins og mikill volvo áhugamaður. Feðgarnir Hinrik og Jón Óli Benediktsson tóku bílinn í gegn, skiptu um tímareim, pakkadósir, olíur og fleira smávægilegt. Bíllinn var að auki massaður einnig var skipt um framrúðuna.
Feðgarnir segja bílinn vera í toppstandi, allt orginalt sé í bílnum og lítið ryð.
Bílinn hefur átt heimili á Egilsstöðum síðan 1988 og er aðeins ekinn 128 þús km. Bílinn var nýlega settur á númerið U-240 en hefur verið í vetrargeymslu eftir áramótin.
Eigandasaga:
Sigursveinn D. Kristinsson (Tónskóli Sigursveins) var fyrsti eigandi bílsins. Benedikt Jónasson kaupir hann úr dánarbúinu hans, haustið 1988 í gegnum Brimborg, en sonur hans Jón Óli Bendiksson var þá starfsmaður hjá Brimborg.
Vél:
B230K

Comments are closed.