Volvo 240 er 40 ára

Þann 21. ágúst 1974 var Volvo 240 kynntur til fjölmiðla í fyrsta sinn. Volvo 240 serían átti eftir að verða einn besti bíll frá framleiðandanum og var framleiddur í 2,8 milljónum eintaka í 19 ára framleiðslusögu.

Árið 1974 var stórt ár fyrir Svíþjóð, um vorið vann ABBA Eurovision keppnina með laginu Waterloo, hinn 18 ára gamli Björn Borg var í forystu í tennisíþróttinni og Volvo kynnti til sögunnar einn sinn mikilvægasta bíl.

Þetta ár þann 21. ágúst fengu fjölmiðlar að prufukeyra bílinn í fyrsta sinn. Blaðamönnum var flogið frá skrifstofum Volvo í Torslanda í lítinn bæ sem hét Borlänge þar sem röð Volvo 244 GL bíla beið eftir þeim. Allir bílarnir voru appelsínugulir að lit með appelsínugula innréttingar, sem var mjög týbískt á þessum tíma.

Volvo 240 var framhald af Volvo 140 seríunni, en margt var breytt. Útlitið var mjög líkt og VESC öryggisbílnum sem var prufubíll frá Volvo. Stærsta breytingin voru stóru stuðararnir, og bíllinn var 13 cm lengri en 140 bílarnir.

Hin nýhannaða B21 vélin var 97 hestöfl með blöndungi en 123 hestöfl með beinni innspýtingu.

 Í október 1974 hófst framleiðslan af Volvo 260 seríunni sem kom í GL og DL útgáfum. Volvo 264 var með nýrri 2,7 lítra vél, 140 hestöfl og V6 vél sem var kölluð B27. Sú vél var byggð í norður Frakklandi og var samvinna milli Volvo, Renault og Peugeot.

Í gegnum árin komu ýmsar útgáfur af vélum út fyrir Volvo 240 seríunna. Árið 1979 kom sex sílandera dísel vél sem var þróuð með samstarfi við Volkswagen. Vélin var einnig framleidd 5 sílandera fyrir viss markaðssvæði.  Árið 1981 kom Volvo 244 með turbo og var 155 hestöfl. Skömmu seinna kom svo fyrsta station útgáfan af bensínvél með túrbó.

Framleiðslunni var Volvo 240 seríunni var svo hætt árið 1993 og var bílinn þá orðinn stolt Volvo.

volvo244dl_rauður volvo244DL

Heimild: https://www.media.volvocars.com/global/en-gb/media/pressreleases/148936/volvo-240-a-swedish-icon-turns-40

 

Comments are closed.