Þessi glæsilegi Volvo 244 GLE árgerð 1982 er í Finnlandi og var auglýstur til sölu á eigendasíðu Volvo 240 owners á fésbókinni. Hann er sagður vera “araba útgáfan”, en er einstaklega vel búinn þegar myndir eru skoðaðar. Allt í leðri, loftkæling, rafmagn í rúðum og fleira. Bíllinn er sagður ekinn 133 kílómetra og er ásett verð 12900 evrur eða um 1,9 milljónir króna.
Virðist vera alveg einstakur bíll og gaman að sjá svona fjölbreyttar útgáfur af þessum vinsæla bíl. Svona velbúnir 244 bílar voru fátíðir hér á landi.
Myndirnar koma frá fésbókinni.













