Hljómsveit frá Los Angeles sem starfaði frá 1954 – 1960, söng inná 7“ smáskífu, Rock’n’Roll lag sem heitir: “59 Volvo” og var sungið um Volvo 544. Þetta skemmtilega rokk lag hljómar bara nokkuð vel og hafa unglingar þess tíma sennilega tjúttað við þetta lag er það var spilað af glymskrattanum.