Andri Hlífarsson auglýsti þennan fallega Volvo 740 til sölu í byrjun ágúst. Bíllinn er árgerð 1991, kom á götuna 21.12.1990 og hefur væntanlega farið í einhvern jólapakkan það árið. Bíllinn er beinskiptur, en ekki margir þannig eru enn hér á landi af 740 bílunum. Aksturinn 190.000 km. Smá yfirborðsryð samkvæmt seljenda og smurbók frá upphafi. Snyrtilegur bíll með ljósri innréttingu. Bíllinn var auglýstur á 650 þ.kr.
YV1744883J1339817