Volvo 760 GLE 40 ára

Volvo 760 var fyrst kynntur árið 1982 og er því 40 ára í ár. Fyrstu eintökin komu til Íslands haustið 1982 og þótti ríkulega búinn lúxus bíll á þessum árum. Verð bílsins á Íslandi hjá Velti HF var 479.000 kr. Volvo 760 GLE var framleiddur frá 1982-1990 og voru framleidd 183.864 eintök. Volvo 740 útgáfan kom svo tveimur árum síðar, eða 1984 og langbakur, 740 og 760 árið 1985. Þessar tegundir áttu eftir að seljast ágætlega á Íslandi og hentuðu vel aðstæðum hér. Til stendur að halda upp á þetta afmæli með hópakstri síðar.

Bíllinn vakti heimsathygli á sínum tíma enda um nýja “línu” að ræða frá Volvo. Bíllinn var að miklu leiti byggður á tilrauna bíl frá 1980, nefndur “Volvo Concept Car”. Gífurleg undirbúningsvinna var fyrir hönnun og prófanir á þessum nýja bíl. Í gömlum fréttum má lesa að þeir hafi keyrt bílinn “80” hringi í kringum jörðina við hinar ýmsu aðstæður á mismunandi svæðum. Frumhönnun bílsins hófst árið 1975 en framleiðslan hófst 1982. Lagt var upp með að hafa bílinn þægilegan í akstri, öruggan fyrir farþega og sparneytni.

Fjöðrunarkerfi bílsins var frábrugðið öðrum volvo bílum á þessum árum.

Vélin var þróuð frá franskri V6 vél sem hafið verið áður notuð í Volvo 260 útgáfunni, en var síðar breytt í hraða 4-sílandera vél. Einnig kom túrbó útgáfa með intercooler og 6-sílandera. Þá kom dísel vél með intercooler sem þótti sparneytin.

 

Akstur með Fornbílaklúbbi 2017

760

Comments are closed.